Netfang: laugarholl@laugarholl.is     Sími:(+354) 451-3380

Vertu velkominn!

Hótel Laugarhóll er heimilislegt sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hér er góð gistiaðstaða fyrir 32 gesti í 16 tveggja manna herbergjum, þar af 11 með sér baðherbergi. Með því að koma fyrir aukarúmum er auðvelt að taka á móti hópum, allt að 40 manns. Hér er líka notalega setustofu með nettengingu, veitingastaður, íþróttasalur, sundlaug og náttúrulegur heitur pottur.

Hótel Laugarhóll er friðsæll og þægilegur dvalarstaður og þaðan má halda í margar skemmtilegar dagsferðir um nágrannabyggðarlög, svo sem yfir í Kaldalón í Djúpi og að Drangajökli, í yfirgefna síldaverksmiðju í Djúpuvík og þaðan í Krossneslaug í Norðurfirði, siglingu, lundaskoðun og sjóstöng í Grímsey á Steingrímsfirði eða bara notalegar göngu- og fuglaskoðunarferðir um fjörðinn. Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli kuklarans á Klúku vekja einnig verðskuldaða athygli, sem og Gvendarlaug hin forna, blessuð af biskupnum Guðmundi góða. Vertu velkominn!