Hópar
Yfir vetrarmánuðina, frá október til apríl, er hægt að fá húsið
leigt fyrir hópa og hefur aðstaðan reynst henta einstaklega vel fyrir
fjölbreytta starfsemi.
Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópar en einnig björgunarsveitir, kórar og hljómsveitir við æfingar. Hér hafa líka verið haldnir fundir, námskeið og ráðstefnur, ættarmót, böll, tónleikar og listasýningar, auk þess sem kvikmyndagerðarfólk, bæði innlent og erlent hefur dvalið hér við leik og störf.
Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópar en einnig björgunarsveitir, kórar og hljómsveitir við æfingar. Hér hafa líka verið haldnir fundir, námskeið og ráðstefnur, ættarmót, böll, tónleikar og listasýningar, auk þess sem kvikmyndagerðarfólk, bæði innlent og erlent hefur dvalið hér við leik og störf.



Fyrirspurn vegna hóps
Gott að huga að gistingu tímanlega. Fylltu út eyðublaðið til að fá tilboð frá okkur.
Í fyrirspurnareitinn væri gott að fá upplýsingar um
ofnæmi, sérþarfir eða aðrar hamlanir sem gætu skipt máli við húsnæðis-
eða fæðuval.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi áhugaverða staði til að skoða á svæðinu geturðu sent okkur línu hér.