Afbókunarskilmálar - Hótel Laugarhóll
Hótel Laugarhóll er lítið og einstakt hótel í Bjarnarfirði á Ströndum. Vegna þess hversu viðkvæmur reksturinn er fyrir breytingum hvetjum við gesti eindregið til að láta vita sem fyrst ef breytingar verða á ferðaplönum þeirra.
Einstaklingsbókanir
Hópbókanir
Einstaklingsbókanir
- Ef afbókun berst of seint eða gestur mætir ekki, áskilur hótelið sér rétt til að rukka fullt verð fyrir bókunina.
- Almennur afbókunarfrestur er 7 dögum fyrir áætlaða komu.
- Athugið að aðrir skilmálar kunna að gilda um bókanir sem gerðar eru með afslætti, í gegnum tilboð eða pakka. Vinsamlegast hafið samband við hótelið til að fá nánari upplýsingar.
Hópbókanir
- Hópbókanir fyrir 10 eða fleiri gesti krefjast þess að greiðslukortaupplýsingar séu veittar við bókun. Einnig áskiljum við okkur rétt á að óska eftir greiðslu staðfestingargjalds að upphæð 10–30% af heildarupphæð bókunar 8–12 vikum fyrir komu.
- Afbókun verður að berast skriflega eigi síðar en 8 vikum fyrir komu.
- Ef afbókun berst innan við 8 vikum fyrir komu, rukkum við 50% af heildarbókun.
- Ef afbókun berst innan við 4 vikum fyrir komu, rukkum við 100% af heildarbókun.
- Afbókun verður að berast skriflega eigi síðar en 12 vikum fyrir komu.
- Ef afbókun berst innan við 12 vikum fyrir komu, rukkum við 50% af heildarbókun.
- Ef afbókun berst innan við 8 vikum fyrir komu, rukkum við 100% af heildarbókun.