Afbókunarskilmálar - Hótel Laugarhóll

Hótel Laugarhóll er lítið og einstakt hótel í Bjarnarfirði á Ströndum. Vegna þess hversu viðkvæmur reksturinn er fyrir breytingum hvetjum við gesti eindregið til að láta vita sem fyrst ef breytingar verða á ferðaplönum þeirra.

Einstaklingsbókanir
  • Ef afbókun berst of seint eða gestur mætir ekki, áskilur hótelið sér rétt til að rukka fullt verð fyrir bókunina.
  • Almennur afbókunarfrestur er 7 dögum fyrir áætlaða komu.
  • Athugið að aðrir skilmálar kunna að gilda um bókanir sem gerðar eru með afslætti, í gegnum tilboð eða pakka. Vinsamlegast hafið samband við hótelið til að fá nánari upplýsingar.
Afbókun verður að berast skriflega, eigi síðar en þremur dögum fyrir áætlaða komu. Ef afbókun berst innan þriggja daga fyrir komu, rukkum við 100% af verði fyrstu nætur. Ef afbókun berst ekki skriflega, verður rukkað fullt verð fyrir alla bókunina.

Hópbókanir
  • Hópbókanir fyrir 10 eða fleiri gesti krefjast þess að greiðslukortaupplýsingar séu veittar við bókun. Einnig áskiljum við okkur rétt á að óska eftir greiðslu staðfestingargjalds að upphæð 10–30% af heildarupphæð bókunar 8–12 vikum fyrir komu.
Hópbókanir (5–10 herbergi)
  • Afbókun verður að berast skriflega eigi síðar en 8 vikum fyrir komu.
  • Ef afbókun berst innan við 8 vikum fyrir komu, rukkum við 50% af heildarbókun.
  • Ef afbókun berst innan við 4 vikum fyrir komu, rukkum við 100% af heildarbókun.
Hópbókanir (10–17 herbergi)
  • Afbókun verður að berast skriflega eigi síðar en 12 vikum fyrir komu.
  • Ef afbókun berst innan við 12 vikum fyrir komu, rukkum við 50% af heildarbókun.
  • Ef afbókun berst innan við 8 vikum fyrir komu, rukkum við 100% af heildarbókun.
Allar afbókanir skulu berast skriflega á netfangið: laugarholl@laugarholl.is
Leit