Skíðaganga

Hótel Laugarhóll hefur verið vinsæll áningastaður gönguskíðaiðkenda undanfarna vetur. Hvort sem um er að ræða stóra eða smáa hópa, byrjendur eða lengra komna, býður Bjarnarfjörður og nágrenni uppá skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir. Munið bara að við erum ansi norðarlega á Íslandi og hér er allra veðra von.

Lengra komnir

Við bjóðum upp á aðstöðu utan annatíma fyrir gönguskíðahópa sem vilja kynnast svæðinu og æfa í skemmtilegu og fjölbreyttu umhverfi. Við bjóðum einnig upp á gönguleiðakort og aðstoð við skipulag.

Námskeið

Við höfum boðið upp á gönguskíðanámskeið að vetrarlagi. Námskeiðin eru miðuð við hópa sem vilja taka helgina í að læra grunnatriði skíðagöngu í fallegu umhverfi. Hér er gott að leggjast í laugina að loknum skíðadegi.
Leit