Leiga utan annatíma
Hótelið er í fullum rekstri frá 1. maí til 30. september hvert ár.
Yfir vetrarmánuðina, frá október til apríl, er hægt að fá húsið leigt
fyrir hópa og hefur aðstaðan reynst henta einstaklega vel fyrir
fjölbreytta starfsemi.
Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópar en einnig björgunarsveitir, kórar og hljómsveitir við æfingar og upptökur. Hér hafa líka verið haldnir fundir, námskeið og ráðstefnur og kvikmyndagerðarfólk, innlent og erlent, dvalið hér við leik og störf.
Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópar en einnig björgunarsveitir, kórar og hljómsveitir við æfingar og upptökur. Hér hafa líka verið haldnir fundir, námskeið og ráðstefnur og kvikmyndagerðarfólk, innlent og erlent, dvalið hér við leik og störf.