


Svanshóll
Þegar rætt er um lífið norður við heimskautabaug er sjaldnast minnst á kirsuber. Berin og sulturnar frá Svanshóli eru þó orðin heimsfræg á Ströndum og eru alveg þess
virði að taka sér létta göngu eða rúnt hér yfir á næsta bæ.
Svanshóll er næsti bær við Laugarhól og ein stærsta jörðin í
Bjarnarfirði. Svanshóll býr, eins og flestar aðrar jarðir hér, að heitum
uppsprettum við bæjardyrnar.
Á Svanshóli hafa ábúendur komið upp gróðurhúsum þar sem þau rækta ýmsa ávexti, grænmeti og ber.