Um Laugarhól
Hótel Laugarhóll er fjölskyldurekið gistihús í Bjarnarfirði, gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Húsið er byggt á árunum 1963 til 1965 og var upprunalega heimavistarskóli fyrir börn frá 6 ára aldri til 15 ára.

Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum með eða án sér snyrtingar. Einnig er tekið á móti hópum, allt að 40 manns, í uppbúin rúm.

Á Laugarhóli er heimilislegur veitingastaður, notaleg setustofa með ókeypis nettengingu, viðburðasalur, ylvolg sundlaug og heitur náttúrupottur. Skammt frá er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum.
Leit