Kotbýli kuklarans
Í göngufæri frá Laugarhóli stendur lítill þriggja bursta bær, sem sýnir vel þær aðstæður sem fólk bjó við hér áður fyrr.
Takið vel eftir rúnum sem ristar eru í veggi og rafta bæjarins til verndar ábúendum og búfé.
Þegar gengið er um bæinn ber að líta hina ýmsu gripi sem hefðu verið til staðar á bæjum sem þessum.
Hér er um að ræða einstaka upplifun sem leikur á öll skilningarvit. Upplifandanum er bókstaflega varpað aftur um átta aldir.