Salurinn
Á Laugarhóli er fallegur og skemmtilegur fjölnota salur sem rúmar um 80 manns í sæti. Salurinn hefur nýst vel til ráðstefnu- og tónleikahalds sem og undir leiksýningar og aðra viðburði. Vinsælt hefur verið að halda viðburði tengda ættarmótum í salnum.