Galdrasafnið
Eitt af því sem ekki má missa af á svæðinu er Galdrasafnið á Hólmavík. Þetta margverðlaunaða safn heldur utan um sögu galdra og hindurvitna á Ströndum og hægt að lesa um þær ásakanir og brennur sem áttu sér stað fyrr á öldum. Á safninu er hægt að skoða hina ýmsu hluti tengda göldrum á Íslandi, til dæmis galdrabækur og hinar alræmdu nábrækur.

Í sama húsi er einnig að finna upplýsingamiðstöð ferðamanna og Veitingahúsið Galdur.

Kotbýli Kuklarans sem liggur skammt frá Laugarhóli, er hluti Galdrasafnsins.
Leit