Starfsfólk
Við höfum í gegnum tíðina verið svo heppin að hafa fengið til okkar starfsfólk hvaðanæva að úr heiminum. Starfsfólk okkar sér til þess að þig skorti ekkert á meðan á dvölinni stendur.
Starfsfólkið okkar er hluti af fjölskyldunni og þau eru okkur afskaplega mikilvæg. Í gegnum árin höfum við séð hvernig fjölbreytileikinn gerir okkur betri og hver starfsmaður hefur eitthvað nýtt og skemmtilegt fram að færa.


