Náttúrulaugar
Bjarnarfjörður býr að náttúrulegum jarðvarma sem Bjarnfirðingar hafa í gegnum aldirnar nýtt til hitunar, slökunar og þvotta. Hægt er að segja að hér sé heitavatns uppspretta á hverri jörð.

Á 12. öld var hin upprunalega Gvendarlaug, kennd við Guðmund hinn góða, hlaðin hér rétt ofan við núverandi laugarstæði. Laugin var talin hafa læknandi mátt og var í gegnum aldirnar nýtt til að vinna á hinum ýmsu kvillum.

Þrátt fyrir að í dag sé ekki leyfilegt að leggjast í Gvendarlaug, rennur sama vatn í heitum læk og hægt er að leggjast í annan náttúrulegan pott og nýja hlaðna laug neðar í sama læk.

Náttúrulegi potturinn og hlaðna laugin eru opin á opnunartíma sundlaugar sem er frá 08:00 til 22:00
Leit